Hráefni


 

Hráefnin í kassanum og kertunum eru eins heilnæm og hægt er að nota í kertagerð og við tryggjum að allt hráefni sé í samræmi við strangasta eftirlit.  Þau innihalda ekki skaðleg efni, eru þalat- og parabenlaus, vottuð og ekki prófuð á dýrum.

Við notum endurnýjanlegt 100% sojavax sem fengið er frá sjálfbærum bændum í Bandaríkjunum, en það gefur hreinan og hægan bruna og svo notum við kveiki sem eru annaðhvort náttúrulegur trékveikur vottaður frá FTC (Forest Stewardship Council) eða bómullakjarnakveikur sem inniheldur ekki sink, blý eða aðra skaðlega málma. Ilmolíurnar og ilmkjarnaolíurnar eru hreinar olíur og vottaðar af RIFM (Reashearch Institute for Fragrance Material) og IFRA (International Fragrance Association).