Lagersala - 50% af völdum vörum

Áfylling


Áfylling á 220g áldós frá byKrummi

Leiðbeiningar

Byrja á því að taka pappír af límmiða sem er fastur á járnklemmu neðan á trékveik. Festu trékveikinn í hreina kertadós með því að líma járnklemmuna í miðja dósina. Settu vaxbitana í ílát sem auðvelt er að hella úr og þolir örbylgjur. Bræða næst vaxbitana í örbylgjuofni þar til allt vaxið er bráðið, helst ekki lengur en eina og hálfa mínútu. Ef vaxið er ekki alveg bráðið er best að hræra aðeins í blöndunni þar til vaxið er alveg bráðið. Varist að ofhita vaxið þar sem það gæti skemmst. Athugið að ílátið getur verið mjög heitt þegar það er tekið úr örbylgjuofninum! Hella síðan bræddu vaxinu í kertadósina og láta kertið storkna alveg á flötu yfirborði við stofuhita í sólahring. Varast skal að láta kertin storkna á köldum stað, þar sem vaxið getur dregist of hratt saman og myndað glufur við kveikinn. Þegar kertið er alveg storknað þá skal líma öryggislímmiðann undir kertadósina og klippa síðan kveikinn niður í hálfan sentimetra áður en kveikt er á kertinu.