Lagersala - 50% af völdum vörum

Skilmálar


Skilmálar

Skilmálar þessir taka gildi 1. nóvember 2021 og gilda um kaup á vöru á vefsvæðinu www.bykrummi.is

Aðalstræti ehf.kt. 420817-2740 er eigandi af byKrummi. Fyrirtækið selur hágæða sérvöru í gegnum netsíðuna www.bykrummi.is Fyrirtækið er skráð á Miðhraun 2, 210 Garðabæ. VSK.128932

Aðalstræti ehf. áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála með birtingu nýrra skilmála á vefsíðu bykrummi.is og telst útsending nýrra skilmála nægileg tilkynning.

Vöruverð
Öll verð á síðunni eru í íslenskum krónum og innihalda virðisaukaskatt. Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur. Aðalstræti ehf. áskilur sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp og rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara. 

Pantanir

byKrummi tekur við pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst seljanda er kaupanda send staðfesting og vara afgreidd samkvæmt pöntun. Ef vara er uppseld verður kaupandi upplýstur við fyrsta tækifæri og endurgreiðsla framkvæmd.

Greiðslur
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála vefverslunarinnar bykrummi.is og að kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og skilyrðum vefverslunarinnar.  

Við tökum á móti öllum helstu greiðslukortum í gegnum greiðslugátt Rapyd Europe hf. Greiðsla með kreditkorti fer fram í gegnum örugga greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu. 

Vöruskil og endurgreiðsla 

Kaupandi hefur 14 daga frá því að vara er keypt til að skila vöru gegn endurgreiðslu, að því tilskildu að varan sé í sama ástandi og þegar hún var afhent. Þ.e. sé óopnuð og henni skilað í óskemmdum upprunalegum og innsigluðum umbúðum ásamt kvittun. Vara er endurgreidd á sama verði og hún var keypt. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd og kaupandi skal bera beinan kostnað af því að skila vöru til seljanda.. Ekki er tekið við skila vöru ef vara er send í póstkröfu eða á kostnað viðtakanda. 

Afhending vöru og sendingarmáti 

Afgreiðslutími á pöntun er 1-4 virkir dagar eftir að pöntun hefur borist og greiðsla hefur átt sér stað. byKrummi notar Dropp ehf. til að ferma pananir til kaupanda sé sú þjónusta keypt af kaupanda. Pantanir sem að eru sendar gegn gjaldi falla undir þjónustu Dropp og er áætlaður sendingartími miðaður við þjónustu þeirra. Nálgast má upplýsingar beint hjá Dropp í síma 546-6100 eða með tölvupósti dropp@dropp.is 

Pöntun getur einnig verði sótt á Miðhraun 2, 210 Garðabæ Mánudaga, Miðvikudaga og Laugardaga milli 12 og 6. 

Persónuupplýsingar og trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við kaupin. Farið er með allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslur. 

Höfundaréttur og vörumerki

Allt efni á www.bykrummi.is og öðrum tengdum miðlum er eign Aðalstræti ehf. og er öll afritun og endurdreifing á vörumerkjum, vörum og öðru birtu efni bönnuð nema með skriflegu leyfi frá forsvarsmönnum Aðalstrætis ehf. 

Lög og varnarþing
Skilmála þessa ber að túlka samkvæmt íslenskum lögum, ef kemur upp ágreiningur milli kaupanda og seljanda skal málinu vísað til íslenskra dómstóla. Vakin er athygli á því að sönnunarbyrði um að réttur til að falla frá samningi sé nýttur í samræmi við ákvæði 19. gr. laga um neytendasamninga nr. 16/2016, hvílir á viðskiptavininum, sbr. g-liður 1. mgr. 5. gr. Laganna. Að öðru leyti vísum við til laga nr. 48/2003 um neytendakaup.