Fyrirvari
Kassinn inniheldur sojavax, ilmolíu, kertaþráð og eldspýtur, efni sem geta verið eldfim ef þau eru misnotuð. Með því að kaupa þennan kassa og/eða nota búnaðinn sem í honum er leysir þú bæði framleiðanda og seljanda frá ábyrgð á tjóni eða meiðslum sem kunna að stafa af meðhöndlun íhluta eða notkun á fullunnum vörum kassans. Þú berð fulla ábyrgð á öryggi allra þátttakenda og notkun á vöru eftir kaup. Mikilvægt er að þú meðhöndlir kertin, bráðið vax og ilmolíur á ábyrgan hátt til að fyrirbyggja slys og brennir kertin í samræmi við almennar öryggiskröfur um meðhöndlun eldfimra efna.
Innihald kassans er ekki matarkyns og er ekki ætlað börnum.