Leiðbeiningar


GOTT AÐ HAFA VIÐ HÖNDINA
Hitamæli | Dagblað/bökunarpappír | Skæri

l. UNDIRBÚNINGUR

Lestu leiðbeiningarnar vel. Taktu innihaldið úr kassanum og farðu yfir það svo þú áttir þig betur á ferlinu. Verndaðu vinnusvæðið þitt með bökunarpappír eða dagblaði. Gott er að hafa eldhúsrúllu við hendina.

2. FESTA KVEIK

Settu trékveikinn í klemmuna. Festu límmiðann á enda klemmunnar. Þrýstu henni í miðjan botninn á kertadósinni og gakktu úr skugga um að hún sé tryggilega föst. Endurtakið sama ferli í seinni kertadósinni.

3. BRÆÐA VAX

Hefðbundin aðferð: Settu vatn í pott. Helltu vaxinu úr pappírspokanum í hitaþolna skál. Settu skálina ofan í pottinn. Vatnsyfirborðið á ekki að ná lengra en upp á miðja skálina svo vatnið blandist ekki við vaxið. Hitaðu vatnið á meðalhita þar til byrjar að krauma og láttu vaxið bráðna alveg, þú gætir þurft að hræra hægt í vaxinu til þess að það bráðni allt. Taktu skálina úr pottinum þegar vaxið er alveg bráðnað eða hefur náð 85-88˚C. Leggðu skálina á öruggan flöt.
Varist að ofhita vaxið þar sem það gæti verið eldfimt.
Örbylgjuofn: Hægt er að bræða vaxið með því að setja það í ílát sem þolir örbylgjuofn og hita það í 2-4 mínútur eða þar til að vaxið er alveg bráðnað.
Sojavax er auðvelt að þrífa með vatni og sápu.

Ílátið getur verið mjög heitt þegar það er tekið úr örbylgjuofninum!

4. BLANDA ILMOLÍU

Helltu ilmolíunni strax út í heitt vaxið. Ilmolían blandast vaxinu best ef það hefur náð 85-88˚C. Hrærið réttsælis með trépinnanum í tvær mínútur. Hæg hreyfing kemur í veg fyrir að loftbólur myndist og festist í vaxinu.
Þegar vaxið byrjar að kólna eða hefur náð u.þ.b. 57˚C hrærið þá létt nokkrum sinnum í vaxblöndunni og hellið henni hægt og varlega í kertadósirnar og látið standa samkvæmt leiðbeiningum númer 5.
Ef hitamælir er ekki til staðar þá er best að hella vaxinu í kertadósirnar þegar vaxið byrjar að breytast úr tæru í ógegnsætt.

5. KÆLA KERTI

Best er að láta kertin kólna við stofuhita. Varast skal að láta nýgerð kerti kólna á köldum stað þar sem vaxið getur dregist of hratt saman og myndað glufur við kveikinn. Láttu kertin standa óhreyfð á sléttu yfirborði í að minnsta kosti 24 klukkustundir. Þegar kertin hafa kólnað alveg skaltu klippa kveikina niður í hálfan sentimetra og límið öryggislímmiðana undir kertadósirnar.